Léttleikandi Leiknismenn unnu Þróttara

Leiknismenn léku gegn Þrótturum á föstudaginn í 9.umferð Inkasso-deildarinnar.

Okkar menn tóku fyrstu mínúturnar til að spila sig í gang en eftir að vélin tók að hitna tóku þeir yfir leikin. Sævar Atli kom Leiknismönnum yfir eftir 20 mínútna leik þegar hann kláraði færið sitt vel eftir undirbúning frá Sóloni Breka. Leiknismenn héltu áfram að prjóna sig inn að vítateig Þróttara en tókst ekki að búa til færa til að bæta við fleiri mörkum.

Leiknismenn héltu uppteknum hætti í seinni hálfleik en það sama var upp á teningum þegar kom að færa sköpum. Sævar Atla tókst að brjóta stífluna þegar um 10 mínútur voru eftir þegar hann skoraði sitt annað mark og kom Leikni í 2-0.

Virkilegar flottur leikur hjá okkar mönnum þó svo að færin hefðu mátt vera fleiri. Með sigrinum lyfta Leiknismenn sér upp í 8.sæti deildarinnar með 10 stig fjórum stigum frá fallsæti.

Næsti leikur Leiknismanna er á fimmtudaginn þegar þeir heimsækja Hauka á Ásvelli

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*