Frábær frammistaða gegn Víkingi

Leiknir – Víkingur Ó.
1-0 Sólon Breki Leifsson (’60)
2-0 Nacho Heras (’70)

Síðasta föstudag vann Leiknir öflugan sigur gegn hörkusterku liði Víkings frá Ólafsvík í 5. umferð Inkasso-deildarinnar.

Sterkur varnarleikur var lykillinn að sigrinum en miðverðirnir Nacho og Bjarki Aðalsteinsson voru báðir valdir í úrvalslið umferðarinnar og fyrirliðinn Eyjólfur Tómasson fékk ekki skot á sig í markinu.

Sólon var einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði frábært mark eftir einstaklingsframtak.

Leiknir er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig þegar fimm umferðir eru eftir en næsti leikur er útileikur gegn Þrótti, í Laugardalnum á föstudagskvöld klukkan 19:15.

Skýrsla Fótbolta.net eftir Leiknir – Víkingur Ó.

Umfjöllun á Leiknisljónin.net

Viðtal við Nacho Heras eftir leik

Viðtal við Stefán Gíslason eftir leik

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*