Frábær sigur á Fjölni

Strákarnir í 3.flokki skelltu sér í Grafarvoginn á laugardaginn þar sem þeir mættu Fjölni í Reykjavíkurmótinu.

Leiknismenn byrjuðu af miklum krafti og léku afar vel og uppskáru eins og þeir sáðu þegar Emil Örn komst einn í gegnm vörn Fjölnis eftir gott spil og kláraði færið af stakri snilld 1-0 Leiknir.

Breiðhyltingar létu ekki þar við sitja og bættu við öðru marki þegar Andi Hoti skallaði hornspyrnu Andi Morina í netið 2-0 Leiknir.

Skömmu fyrir hálfleik slapp Emil Örn enn eina ferðina í gegnum vörn Fjölnis þar sem var brotið á honum vítaspyrna réttilega dæmd. Marko Zivkovic steig og punktinn og skoraði af öryggi 3-0 Leiknir.

Fjölnismenn pressuðu Leiknismenn stíft í seinni hálfleik en Leiknismenn voru jafnan bornir ofurliði af presssu og Fjölnismanna og sterkum hliðarvind sem á þá geysaði. Fjölnismenn náður að minnka muninn í 3-2 en nær komust þeir ekki og það voru því Leiknismenn sem fögnuðu sigri í leikslok.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*