Freysi og stelpurnar með góða sigra

Freyr Alexandersson annar af þjálfurum meistaraflokks karla hélt utan í síðustu viku með A-landsliði kvenna en hann er fyrir þá sem ekki vita þá er Freyr þjálfari liðsins.

Verkefnið að þessu sinni var ferðalag og leikir gegn Ísrael og Möltu.

Ísrael var fyrsti viðkomustaður og þar vanst góður 1-0 sigur á heimastúlkum. Stelpurnar frá Möltu voru næstar og þar var íslenska liðið í stuði og vann 8-0.

Flott hjá Freysa og stelpunum en sem fyrr eru fleiri Leiknismenn með í för en Óskar Valdórsson fyrrum leikmaður Leiknis er læknir liðsins.

Til hamingju báðir !

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*