Fúsi ekki áfram

Vigfús Arnar Jósepsson verður ekki þjálfari Leiknis á næsta keppnistímabili.

Fúsi tók við aðalþjálfari starfi Leiknis í sumar þegar Leiknisliðið var stigalaust á botni deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðinnar. En undir stjórn Fúsa tryggðu Leiknismenn sæti sitt í deildinni þegar þrjár umferðir voru eftir.

Við þökkum Fúsa fyrir vel unnin störf í sumar en undir hans stjórn hafa ungir Leiknismenn fengið eldskírn sína í meistaraflokki og hefur liðið haft það að leiðarljósi að leika fallega og skemmtilega knattspyrnu.

Leiknir vill óska Fúsa alls hins besta í því sem hann tekur sér næst fyrir hendur og vonumst við til að sjá hann á Leiknisvellinum á næsta tímabili.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*