Fyndinn föstudagur: Spretturinn hans Dodda

Það er loksins komið aftur að fyndnum föstudegi á Leiknir.com. Í þetta skiptið rifjum við tímamóta viðtal Þórðar Einarssonar við fótbolta.net eftir leik KB í úrslitakeppni 3.deildar árið 2010.

Það muna fáir eftir einvígi KB og Berserkja 2010 en viðtalið er þó enn í föstu minni. Við ætlum þó aðeins að rifja upp einvígið áður en við komum að konfektinu í lokin.
Einvígið hófst með 2-0 sigri KB á Leiknisvelli þar sem Davíð Teitsson og Ingþór Theódór Jónsson skoruðu mörk KB.
KB var því í góðri stöðu í einvíginu fyrir seinni leikin í Fossvoginum. Berserkir byrjuðu seinni leikinn að miklum krafti og eftir 60 mínútna leik voru þeir búnir að jafna einvígið 2-2. Leikurinn fór því í framlengingu og þar skoruðu Berserkir fyrsta markið og voru á leiðinni áfram. Þegar 6 mínútur voru eftir stefndi allt í það Berserkir væru á leiðinni áfram en þá skorar Þórður Einarsson og kemur KB yfir á útivallarmörkum, Kristján Hermann gulltryggði síðan sigur KB undir lok framlengingar.

En vindum okkur að aðalatriðinu. Viðtalinu góða þar sem Þórður talar um að fagnið hans í sigurmarki KB hafi jú verið lengsti spretturinn hans í leiknum.

Hérna má sjá viðtalið í heild sinni

Hérna má sjá skemmtilega útfærslu á viðtalinu í lokahófsmyndbandi Leiknis 2010.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*