Fyndinn föstudagur: Tæklingar að hætti Gussa Jalla

Gunnar Jarl Jónsson er í dag einn fremsti dómari Ísland en fyrir nokkrum árum var hann einn fremsti tæklari landsins og lék þá undir merkjum Leiknis.

Gunnar Jarl lék á sínum tíma 88 leiki fyrir Leikni og skoraði í þeim 1 mark en fékk aftur á móti tæp 30 gul spjöld og þó nokkur rauð.

Eins og fyrr hefur komið fram hafa tæklingarnar ætíð verið aðalsmerki Gunnars og er margur Fjölnismaðurinn en súr yfir tæklingunni sem hann átti á Gunnar Örn Jónsson í næstsíðustu umferð 1.deildar árið 2006.

Gunnar Örn var þá komin einn í gegn og virtist ætla að tryggja Fjölni nauðsynlegan sigur í toppbaráttunni en Gunnar Jarl birtist eins og skrattin úr sauðarleggnum og straujaði nafna sinn niður og gerði Úrvalsdeildar drauma Fjölnis að engu.

Rúsínan í pylsuenda fyndins föstudags er þó þessi tækling hér:

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*