Fyrsta æfing meistaraflokks kvenna

Leiknir mun tefla fram meistaraflokki kvenna á komandi tímabili. Fyrsta æfing fór fram á sunnudaginn og voru um tuttugu stelpur mættar á æfingar og nokkrar af þeim uppaldar í yngri flokkum Leiknis.

Garðar Gunnar Ásgeirsson er þjálfari liðsins en hann þarf vart að kynna fyrir Leiknisfólki enda uppalinn Leiknismaður og hefur komið að þjálfun meistaraflokks og yngra flokka Leiknis þó nokkrum sinnum.

Stefnan er að liðið keppi í 2.deild kvenna í sumar og í Lengjubikarnum í vetur og er mikill tilhlökkun bæði hjá Leikmönnum og félaginu.

Svo sannarlega gleðiefni og vonumst við til að stelpurnar fá góðar móttökur í sumar.

Áfram Leiknir! Áfram stelpur!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*