Fyrsta stigið komið í hús

Meistaraflokkur kvenna lék í gær sinn þriðja leik í 2. deild en þá kom Grótta í heimsókn á glæsilegan Leiknisvöllinn.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en þetta var fyrsta stigið sem Leiknisliðið fær síðan meistaraflokkur kvenna var settur á laggirnar í vetur.

Vel gert hjá liðinu en Grótta er með öflugt lið og hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í deildini.

Síðasta fimmtudag fékk Leiknisliðið skell gegn Álftanesi, tapaði 6-0, en svaraði á frábæran hátt í gær.

Næstu leikir: Kvennalið Leiknis heimsækir landsbyggðina í næstu leikjum. Leikið verður gegn Sindra á Höfn í Hornafirði laugardaginn 15. júní og svo daginn eftir gegn sameiginlegu liði Fjarðabyggð/Hattar/Leiknis Fáskrúðsfirði. Sá leikur verður á Eskifirði.

Skýrslan úr Leiknir – Grótta (ksi.is)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*