Fyrsti heimleikur sumarsins á morgun

Eftir tap í 1.umferð Inkasso-deildarinnar upp á Akranesi snúa Leiknismenn aftur í Breiðholtið og mæta Njarðvíkingum á gervigrasinu á Leiknisvelli.

Njarðvíkingum er ekki spáð góðu gengi í sumar en liðið hefur vermt botnsætið í flestum spám fyrir mót. Njarðvíkingar voru hinsvegar óheppnir að landa ekki sigri í 1.umferðinni þegar þeir fengu Þróttara í heimsókn á Reykjanesið. Eftir að hafa leitt nær allan leikin skorðu Þróttarar í uppbótartíma. Mikil stemmning er í herbúðum Njarðvíkur fyrir sumrinu eftir langa dvöl í 2.deildinni. Njarðvíkur liðið er vel skipulagt og með leikmenn eins Kenneth Hogg og Andra Freysson í stuði geta þeir hæglega náð fínum árangri í sumar.

Leiknismenn töpuðu 1-o gegn Skagamönnum í 1.umferð. Leiknisliðið varðist vel í leiknum en náðu ekki að setja nægt púðir í sóknarleikinn til að ná góðu höggi á sterka vörn Skagamanna. Leiknismenn þurfa að að setja meiri kraft í sóknarleikin á morgun ætli þeir að ganga að velli í leikslok með stigin þrjú. Leiknisliðið er sem betur fer skipað sterkum sóknarmönnum sem ættu að geta veitt vörn Njarðvíkinga skrámur og stungur.

Leikar hefjast klukkan 19:15 á morgun á Leiknisvelli. Borgarnir frægu verða að sjálfsögðu á grillinu og mun Dj Þórir þeyta skífum.

Mætum á völlinn á morgun og styðjum okkar menn til sigurs.

Áfram Leiknir!

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*