Fyrsti mótsleikur meistaraflokks kvenna um helgina

Stelpurnar okkar hefja leik á sunnudaginn í Egilshöllinni þegar þær mæta Þrótti í Lengjubikarnum.

Meistaraflokkur kvenna var kveðinn upp aftur í vetur undir handleiðslu Garðars Gunnars Ásgeirssonar sem sér um þjálfun liðsins. Stelpurnar hafa leikið þrjá æfingaleiki og unnið einn þeirra en það var stórsigur á Hvíta Riddaranum.

Á sunnudaginn er komið að fyrsta mótsleiknum eftur endurvakningu liðsins en hann hefst klukkan 16:15 í Egilshöll og hvetjum við allt Leiknisfólk til að mæta og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Áfram Leiknir!

Áfram Stelpur!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*