Fyrstu stig vetrarins kominn í hús

Leiknismenn léku sinn annan leik í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi þegar þeir mættu ÍR í Egilshöllinni.

Bæði lið voru án stiga eftir fyrstu leiki sína í mótinu Leiknismenn höfðu leikið einn leik en ÍR-ingar tvo.

Leiknismenn voru sterkari í fyrri hálfleik en gáfu hinsvegar ÍR-ingum þrjú færi á silfurfati og fóru sömuleiðis illa með sín eigin.

Seinni hálfleikur var eign Leiknismanna sem léku við hvurn sinn fingur og skoruðu tvö mörk sem skömmu millibili en þar voru þeir Vuk Oskar og Sævar Atli á ferðinni. Leiknismenn voru ekki hættir eftir þessi tvö mörk en þeir héltu áfram með Sævar Atla fremstan meðal jafningja en hann bætti við þremur mörkum á seinasta stundarfjórðung leikins og batt lokahnút á frábæra spilamennsku Leiknis.

Leiknismenn komnir með sín fyrstu stig mótsins en þeir mæta Valsmönnum á sunnudaginn í Egilshöll.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*