Gaman í Bítlabænum

Keflavík 1 – 2 Leiknir
1-0 Sjálfsmark (’35)
1-1 Máni Austmann Hilmarsson (’55)
1-2 Daníel Finns Matthíasson (’60)

Eftir vonbrigðin gegn Vestra sýndu okkar menn hvað í þeim býr og unnu sanngjarnan sigur gegn mjög öflugu liði Keflavíkur í 3. umferð Lengjudeildarinnar.

Allt það Leiknisfólk sem skellti sér brautina skemmti sér konunglega og rúmlega það. Leikurinn var stórskemmtilegur, sérstaklega seinni hálfleikurinn.

Hér má lesa umfjöllun Snorra á Leiknisljónasíðunni og hér er skýrslan frá Sverri á Fótbolta.net. Hér er myndaveisla frá fyrirliðanum Hauki Gunnarssyni.

Aðalkonfektið er sigurmarkið frá Danna Finns en krakkarnir á Stöð 2 Sport sýndu leikinn í beinni útsendingu og hér er markið:

Og hér er viðtal við Sævar Atla fyrirliða:

Næsti leikur er heimaleikur gegn ÍBV á Domusnova-vellinum á þriðjudaginn klukkan 18:00! Sjáumst þar!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*