Gleðiferð til Eyja

ÍBV 0 – 2 Leiknir
0-1 Sólon Breki Leifsson (’12)
0-2 Sævar Atli Magnússon (’37)

Leiknisliðið er komið með 26 stig eftir 13 leiki en í gær vannst frábær 2-0 útisigur gegn ÍBV. Okkar menn gáfu sárafá færi á sér og unnu flottan og ákaflega verðskuldaðan sigur.

Það vantaði öfluga leikmenn í okkar lið en breiddin sýndi sig vel og liðsheildin var hrikalega öflug. Fyrra mark okkar kom á tólftu mínútu en þá skoraði Sólon með geggjuðu skoti frá eigin vallarhelmingi að hætti David Beckham.

Fyrirliðinn bætti við öðru marki og var ekkert skorað í seinni hálfleiknum.

Hér má sjá skýrslu Fótbolta.net og hér er skemmtileg umfjöllun af leiknisljonin.net.

Að lokum vill Leiknir þakka Gísla Matthíasi, okkar manni á Slippnum í Vestmannaeyjum. Slippurinn varð að bækistöðvum liðsins í Eyjum, fyrir og eftir leik og fékk okkar hópur höfðinglegar móttökur.

Og að blálokum minnum við á heimaleikinn gegn Fram klukkan 16 á sunnudag ásamt því að hér fylgir viðtal við Sigga Höskulds eftir leikinn gegn ÍBV.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*