Gluggadagurinn | Ingvar kveður

Lokað var fyrir félagaskiptagluggann á miðnætti en á gluggadeginum í gær var fylgst með öllum tíðindum tengdum Leikni á Twitter-aðgangi félagsins.

Síðustu tíðindin duttu í hús um klukkustund fyrir lok gluggans. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson yfirgefur Breiðholtið og gengur í raðir Þróttar í Vogum. Þar mun hann leika með Ólafi Hrannari Kristjánssyni og Pape Mamadou Faye, fyrrum leikmönnum Leiknis. Þróttarar eru með tvö stig eftir tvær umferðir í 2. deildinni.

Ingvar hefur leikið fyrir Leikni síðustu þrjú ár og félagið óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi.

Önnur tíðindi tengd Leikni:

  • Sóknarmaðurinn Magnús Andri Ólafsson (20 ára) var lánaður í Álftanes í 3. deildinni þar sem hann fær spiltíma og reynslu.
  • Natan Hjaltalín (21 árs) stoppaði stutt við í Breiðholti og er farinn í Elliða.
  • Birkir Björnsson hefur verið lánaður í KB en heldur áfram æfingum með Leikni. Tímabil KB hefst á laugardaginn með heimaleik gegn Kormáki/Hvöt (klukkan 16).
  • Tveir ungir leikmenn fóru yfir í KB. Það eru Jamal Klængur Jónsson og sóknarmaðurinn Patryk Hryniewicki (báðir 18 ára).

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*