Gothia Cup: 4.flokkur endaði í 2.sæti

4.flokkur karla er sem stendur ásamt 3.flokki á Gothia Cup í Svíþjóð.

3.flokkur var með tvö lið í mótinu. Lið 1 lenti í 2.sæti í riðlinum og lið 2 lenti í 4.sæti í riðlinum. Bæði liðin léku einn leik í útsláttarkeppninni en töpuðu þar sínum leikjum.

4.flokkur endaði í 3.sæti í riðlinum sínum og fór þaðan í úrslitakeppnina. Leiknisliðið spilaði glimrandi í keppninni og náði að komast í úrslitaleikinn.

Leikurinn fór fram í dag kl. 12.00 á íslenskum tíma og leikið var gegn Landvatter frá Svíþjóð.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri Landvatter og niðurstaðan því 2.sætið í þessu frábæra móti.

VOn er á ferðasögu frá bæði 3.flokki og 4.flokki þegar hóparnir koma heim.

ÁFRAM LEIKNIR !

 

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*