Guy Smit gestur Ljónavarpsins

Hollenski markvörðurinn okkar, Guy Smit, er gestur í nýjasta þætti Ljónavarpsins sem var að koma út.

Að venju er hægt að nálgast hlaðvarpið á Spotify, Apple og öllum þeim stöðum sem þú vanalega nálgast podköst. Nú, ef þú nálgast yfirleitt ekki podköst, þá geturðu ímyndað þér að um sé að ræða útvarpsþátt á sarpinum og smellt hér til að hlusta.

„Guy Smit er happfengurinn okkar frá Hollandi sem stendur milli stangana eftir brotthvarf Eyjós í haust. Hann hefur svo sannarlega sett sinn lit á leik liðsins í sumar og horfir björtum augum á framhaldið,” segir í tilkynningu á heimasíðu Leiknisljónanna.

„Guy settist niður með Hannesi og Snorra í framhaldi af stórsigrinum gegn Keflavík og fyrir bátsferðina til Vestmannaeyja gegn ósigruðu liði ÍBV. Hann talaði hispurslaust um sitt hlutverk, uppeldið í hollenska knattspyrnuheiminum, lífið á Íslandi og margt fleira.”


Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*