Guy Smit ver mark okkar áfram

Hollenski markvörðurinn Guy Smit mun halda áfram að verja mark Leiknis en hann stóð sig frábærlega á síðasta ári og hjálpaði okkar liði að komast upp í Pepsi Max-deildina.

Guy var verðskuldað valinn í lið ársins 2020 í Lengjudeildinni.

Í síðustu viku var gengið frá framlengingu á samningi hans við Leikni og mun hann því standa áfram á milli stanganna í Breiðholti á komandi tímabili.

Guy er væntanlegur til landsins í lok mánaðarins.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*