Gyrðir Hrafn skrifar undir samning

Nýr leikmaður hefur bæst við leikmannahóp Leiknis fyrir komandi tímabil en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Leikni.

Hann hefur æft með Leiknismönnum frá því að æfingar hófust og hefur komið vel inn í hópin innan sem utan vallar.

Gyrðir er fæddur árið 1999 og er stór og stæðilegur miðvörður. Hann er nýgenginn upp úr 2.flokki KR þar sem hann hefur leikið frá því hann var 13 ára gamall en þar áður lék hann með Víking R. Gyrðir á leiki að baki í meistaradeild ungmenna en hann lék með KR gegn Elfsborg í þeirri keppni á dögunum.

Við hlökkum til að fylgjast með Gyrði vaxa og dafna í Leiknisbúningnum á komandi tímum og óskum við honum góðs gengis.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*