Haldið til Eyja á miðvikudag

Næsti leikur Leiknis er á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum á miðvikudag klukkan 17:30, gegn ÍBV.

Um er að ræða stórleik en Eyjamenn unnu sigur þegar þeir heimsóttu Domusnovavöllinn í eftirminnilegum leik fyrr á tímabilinu.

Fylgst verður með bak við tjöldin á aðgangi Leiknis á Twitter á miðvikudaginn en okkar menn sigla til Eyja með Herjólfi og heimsækja Gísla Matthías á Slippinn áður en leikur fer fram.

Eyjamenn eru stigi fyrir ofan okkur Leiknismenn en hér má sjá stöðuna í deildinni.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*