Haukar – Leiknir

Leiknismenn freysta þess að ná í sinn annan sigur í röð á morgun þegar þeir mæta Haukum á Ásvöllum.

Haukar eru sem stendur í 5.sæti deildarinnar með þrettán stig eftir níu umferðir. Haukarnir unnu 4-0 stórsigur á ÍR í seinustu umferð og koma því heitir inn í leikin gegn okkur Leiknismönnum á morgun.

Leiknismenn unnu frábæran sigur á Þrótti í seinustu umferð þar sem liðið lék afar vel. Færin voru þó að skornum skammti en hættulegt er að veðja á það að framherjar Leiknisliðsins verði jafnheitir fyrir framan markið og þeir voru þá þegar Sævar Atli skorðaði tvö mörk úr tveimur skotum.

Vinni Leiknismenn á morgun jafna þeir Hauka að stigum og munu því halda því áfram að feta sig upp töfluna. Leikar hefjast klukkan 18:30 á Ásvöllum á morgun og hvetjum við Leiknisfólk eindregið til að mæta.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*