„Hef alltaf haft góða tilfinningu fyrir klúbbnum”

Kristófer Sigurgeirsson var á dögunum ráðin þjálfari meistaraflokks Leiknis. Í tilefni þess tókum við á Leiknir.com örstutt viðtal við Kristófer þar sem við spjölluðum meðal annars um afhverju hann ákvað að slá til og koma til Leiknis.

Hvað var það sem fékk þig til að taka við Leikni ?

Mér hefur alltaf þótt Leiknir áhugaverður klúbbur, ég hef komið á Leiknisvöll sem leikmaður og auðvitað síðar sem þjálfari, hef alltaf haft góða tilfinningu fyrir klúbbnum. Leiknir hefur alltaf verið með mikið af uppöldum leikmönnum í liði sínu og er ég mjög hlynntur því þar sem ég þekki það mjög vel frá þjálfaratíma mínum í Breiðabliki og Fjölni. Ég lít á Leikni sem fjölskylduklúbb þar sem allir þekkja alla og það er umhverfi sem heillar mig. Ég veit að hér hefur verið unnið gott starf í gegnum árin og margir mjög færir þjálfarar á undan mér sem ég þekki persónulega.

Eftir að þú hættir sem aðstoðarþjálfari hjá Breiðablik var markmiðið þá að taka við sem aðalþjálfari annars staðar?
Ég hef verið mjög rólegur varðandi aðalþjálfarastarf í gegnum árin þó svo ég hafi alltaf fengið einhverjar fyrirspurnir. ÞegarLeiknir hafði samband þá fannst mér þetta „No Brainer“ og er ég virkilega ánægður að vera kominn í efra Breiðholtið.

Hvernig líst þér á leikmannahópinn fyrir komandi tímabil? 

Leikmannahópur Leiknis hefur verið sterkur í gegnum árin með mörgum mjög góðum leikmönnum. Það er stutt síðan liðið var í efstu deild svo reynslan er til staðar og menn þekkja það að spila gegn þeim bestu. Kjarninn er sterkur og þegar við verðum byrjaðir að æfa ætti ég að vera búinn að mynda mér betri skoðun á því hvernig við stöndum. Ég veit að það eru spennandi strákar að koma upp úr yngri flokkunum og vonandi ná einhverjir af þeim að taka stóru skrefin í vetur og koma eitthvað við sögu í 1. deildinni næsta sumar.

Nú hefur þú sterkar rætur að rekja í Breiðablik. Er líklegt að þú munir leita þangað að leikmönnum ?
Ef rétti leikmaðurinn verður í boði þá munum við auðvitað skoða það, hvort sem það verður leikmaður sem kemur frá Breiðabliki eða einhverju öðru liði. Ég þekki auðvitað mjög vel til hjá Breiðabliki eftir að hafa verið þjálfari þar undanfarin tvö ár.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna ?
Leiknisljónin hafa verið rómuð í nokkur ár fyrir að vera einn besti stuðningsmannaklúbbur landsins, ég er algjörlega sammála því. Þið hafið stutt liðið ykkar í gegnum súrt og sætt og er virkilega gaman að vera orðinn hluti af þessarri fjölskyldu. Ég hlakka mikið til að hitta ykkur á vellinum í vetur og svo auðvitað í Inkasso deildinni næsta sumar. Það voru að berast skilaboð…

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*