Heimaleikur gegn Keflavík 17:30 á fimmtudag

Leikurinn gegn Keflavík á fimmtudaginn verður ekki á hentugasta tíma en við vonumst til þess að okkar fólk geri ráðstafanir og sýni þessu stórskemmtilega fótboltaliði okkar stuðning á lokasprettinum!

Við ætlum að vinna restina af leikjunum og sjá hverju það skilar okkur” sagði Siggi Höskulds eftir síðasta leik en okkar lið er enn með í baráttunni á toppnum.

Flautað verður til leiks 17:30 á Leiknisvelli á fimmtudag. Það verða borgarar á grillinu. Er ekki upplagt að taka kvöldmatinn á Leiknissvæðinu? Gleðisalurinn verður opinn frá 16:00 með drykkjum við allra hæfi.

Keflavík og Leiknir mættust í Keflavík í fyrri umferðinni 27. júní en það var stórskemmtilegur leikur. Okkar menn unnu 3-1 útisigur í leik sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sigga sem aðalþjálfara.

Sjáumst á fimmtudag!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*