Heimaleikur í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins

Brynjar Hlöðversson fyrirliði Leiknismanna var mættur í höfuðstöðvar KSÍ í dag til að draga í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins fyrir hönd Leiknis.

Það voru Grindvíkingar sem komu upp úr skálinni góðu og verða þeir því mótherjar Leiknis í 16-liða úrslitum.

Grindavíkingar sem leika í Pepsi-deildinni unnu Völsunga í seinustu 7-1 á heimavelli. Grindvíkingar eru sem stendur með 4 stig eftir þrjár umferðir í Pepsi-deildinni og hafa sýnt flotta frammistöðu í sumar ef frá er talin seinasti deildarleikur þeirra gegn Víkingi Ólafsvík sem tapaðist 3-1.

Það verður því hörkufjör á Leiknisvelli fimmtudaginn 1.júní þegar Grindvíkingar mæta í heimsókn á Leiknivöll.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*