Heimsækjum Fram á laugardag

Leiknir mætir í Safamýrina (oft kölluð Sambamýrin) á laugardaginn og leikur við Fram í 5. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Framarar hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa og eru fullir sjálfstrausts. Okkar menn eru í sjötta sæti með sjö stig en hér má sjá stöðuna og einnig leikjadagskrána framundan á vef KSÍ.

Sjáumst á laugardaginn!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*