Heimsókn til HK

Leiknisstrákarnir í 8.flokki léku á dögunum vináttuleiki gegn HK í Kórnum. Leiknisstrákarnir voru einstaklega fallegir á velli og hreinlega ótrúlegt að sjá taktana á yngstu Leikniskrökkunum.

8.flokkur hefur gengið vel í vetur og hefur aldrei verið æft jafnt stíft einsog í ár. Tvær æfingar eru á viku hjá flokknum , miðvikudaga og laugardaga. Frítt er að æfa einsog alltaf hefur verið og þátttakan verið fín í vetur.

hér að neðan má sjá mynd af Leiknisliðiðinu sem spilaði sannkallaðan tiki taka bolta í Kórnum – yndislegur hópur!

Höfundur:

Yfir-þjálfari

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*