Hin Hliðin: Eiríkur Ingi Magnússon

Ný andlit eru í hópi meistraflokki karla þetta tímabilið.

Á næstunni munu þessir leikmenn sýna á sér hina hliðina á leiknir.com.

Arnar Freyr , Maggi og Eddi hafa kynnt sig betur fyrir Leiknisfólki en í þessari viku mætir til leiks Eiríkur Ingi Magnússon sem kom fyrir tímabiliði til Leiknis frá KF. Eiríkur leikur sem hægri bakvörður hjá Leikni.

 

Fullt nafn:  Eiríkur Ingi Magnússon
Aldur: 
23 ára
Uppáhalds matssölustaður:
Krua Thai
Uppáhalds tónlistarmaður:
Það er enginn sérstakur en Deadmau5 er flottur.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur:
Breaking Bad

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kolbeinn Sigþórs.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:
Enginn sérstakur, hef ekki ennþá þurft að mæta Dodda Birgis.
Sætasti sigurinn á ferlinum:
Sennilega að vinna úrslitaleikinn í  B-úrslitum á Gothia Cup með HK þegar ég var á yngra ári í 3 flokk.
Mestu vonbrigðin á ferinum:
Detta út úr bikarkeppni í 2fl. með HK á móti Fjölni eftir 120 mínútna leik og vítaspyrnukeppni, ég klúðraði síðasta vítinu.

Uppáhaldslið erlendis:
Manchester United
Uppáhaldsstaður á Íslandi:
Ætli það sé ekki Siglufjörður.
Í hvernig fótboltaskóm spilaru:
Adidas Predator lz.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem hefur gerst í leik:
Það var lokaleikurinn með KF í 2. Deildinni 2012 þegar við vorum um það bil að tryggja okkur upp í 1. Deild. Við komumst yfir í leiknum en missum svo forystuna niður í 2-1, við jöfnum svo í 2-2 og vitandi að það dugir okkur til að komast upp í 1. Deild að þá fagnar einn stuðningsmaður liðsins með því stíga innfyrir reipið sem að aðskildi áhorfendur frá vellinum. Gæslumaður á vellinum var eitthvað ósáttur við það og ákvað að keyra hann niður í rot. Allt trylltist hjá áhorfendaskaranum og enduðu hlutirnir á eitthvað minna skemmtilega vegu.
Hvenær lékstu þinn fyrsta MFL leik:
2008 með Ými í 3 deildinni.

Lýstu Leikni:
Leiknir er eins og ein stór fjölskylda, það er frábært að vera hérna.
Hvað er það besta við Leikni:
Umgjörðin í kringum félagið og liðið hefur verið til mikillar fyrirmyndar frá því ég kom, það er frábært. Svo eru leikmenn rosalega samstíga og ákveðnir í að aðstoða liðið og leikmenn við að ná sínum markmiðum.
Markmið þitt í Leiknisbúningnum:
Gera liðið að betra liði dag frá degi og gleðja stuðningsmenn.

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*