Hjalti fer út með U21 landsliðinu

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur kallað Hjalta Sigurðsson inn í leikmannahóp liðsins fyrir vináttuleik gegn Danmörku sem verður á föstudaginn.

Hjalti leikur með Leikni á lánssamningi frá KR en hann hefur leikið alla leiki okkar í Inkasso-deildinni hingað til, á miðjunni og í bakverði.

Ísland mætir Danmörku á föstudaginn á CASA Arena í Horsens og hefst leikurinn kl. 15:00.

Út af þessu landsliðsverkefni er ljóst að Hjalti verður ekki með Leikni á föstudagskvöld þegar leikið verður gegn Þrótti í Inkasso-deildinni.

Smelltu hér til að sjá U21 hópinn

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*