HK-Leiknir í kvöld 19:15

Leiknismenn mæta HK-ingum í Kórnum í kvöld í 5.umferð Inkasso-deildarinnar.

HK-ingar hafa byrjað mótið virkilega vel undir stjórn Brynjars Bjarnar Gunnarssonar sem er á sínu fyrsta tímabili með liðið en hann virðist hafa náð að byggja ofan á góðan endi á seinasta tímabili.

HK-liðið er vel skipulagt og vel spilandi með skemmtilega leikmenn innanborðs eins go Kára Pétursson, Ásgeir Marteins og Bjarna Gunnarsson.

Leiknismenn sitja í 10.sæti deildarinnar með þrjú stig meðan HK-ingar eru á toppnum taplausir með 10 stig. Það verður því spennadi viðureign í kvöld en bæði lið sýndu flotta takta í seinustu umferð.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Kórnum í kvöld og við getum lofað logni og góðu veðri í kvöld.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*