Hlynur ráðinn aðstoðarþjálfari Sigga

HLYNUR SNÝR HEIM!

Hlynur Helgi Arngrímsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Sigurðar Heiðars Höskuldssonar hjá meistaraflokki karla. Hlynur er Leiknismaður og gaman að endurheimta hann í faðm okkar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hlynur starfað í mörg ár við þjálfun. Flest Leiknisfólk þekkir hann vel en hann lék með yngri flokkum Leiknis og fór svo í þjálfun hjá félaginu. Hann hefur starfað hjá Stjörnunni og Gróttu en er nú mættur aftur í Breiðholtið sem aðstoðarmaður Sigga. Hlynur, sem er auk þess að læra sjúkraþjálfun, mun einnig þjálfa 4. flokk.

Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við sem aðalþjálfari í síðustu viku en þjálfarateymi meistaraflokks er orðið fullskipað. Valur Gunnarsson er markvarðaþjálfari liðsins eins og alþjóð veit.

Næsti leikur Leiknis í Inkasso-deildinni verður á morgun fimmtudag, gegn Fjölni á Leiknisvelli! Sjáumst þar!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*