Hörkuleikir við KR-inga

4.flokkur hóf leik í Reykjavíkurmótinu á laugardaginn þegar KR-ingar kíktu í heimsókn á Leiknisvöll.

Leikur 1
Leiknismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust verðskuldað yfir 1-0 þegar Shkelzen “Xeni” Veseli hnýtti lokahnútin á góða sókn Leiknis.

Eftir þetta færðist kraft í gestina úr Vesturbænum og áttu KR-ingar góðan kafla þar sem skoruðu tvö mörk og komust þar með yfir 1-2.

Seinustu 20 mínúturnar voru síðan eign Leiknismanna. En okkar menn yfirspiluðu Vesturbæinga en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn 1-2 fyrir KR-ingum.

Leikur 2.
Leiknismenn rendu ágætlega úr hlaði gegn sterku liði KR-inga og var leikurinn hnífjafn fyrstu mínúturnar.

Eftir því sem leið á sýndu KR-ingar hinsvegar styrk sinn og skorðu þrjú mörk, og urði 0-3 lokatölur leiksins.

Leiknismenn fá þó hrós skilið fyrir mikin eldmóð og hugrekki en okkar menn hættu aldrei þrátt fyrir að brekkan væri brött.

Sannir Leiknismenn hér á ferð.

Mikið af jákvæðum punktum úr báðum þessum leikjum og verður án efa gaman að fylgjast með þessum drengjum þegar fram líða stundir

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*