Ignacio Heras Agalda í Leikni

Spánverjinn Ignacio Heras Agalda mun leika með Leiknismönnum í sumar í Inkasso-deildinni en hann kemur til liðs við Leikni 26.mars.

Ignacio Heras Agalda er fæddur árið 1991 í Madrid höfuðborg Spánar. Hann hóf sinn knattspyrnuferil í unglingaliðum Real Madrid en gekk síðar til liðs við nágrannana í Atletico Madrid.

Ignacio eða Nacho eins og hann er jafnan kallaður hefur síðastliðin tvö tímabil verið lykilmaður í liði Víkings Ólafsvíkur og hefur leikið 43 leiki fyrir Ólafsvíkinga í Pepsi, Inkasso og bikarkeppni KSÍ.

Nacho er fjölhæfur leikmaður á aftari helming vallarins en hann hefur jafnan leikið sem bakvörður eða miðvörður fyrir lið sín en einnig sem aftasti miðjumaður.

Við bjóðum Nacho Heras innilega velkominn í Breiðholtið og óskum honum góðs gengis í Leiknistreyjunni.

Viva Espana!

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*