Ingólfur Sigurðsson í Leikni

Fyrstu félagaskipti Leiknis á árinu 2019 áttu sér stað í dag þegar Ingólfur Sigurðsson skrifaði undir samning við Leikni.

Ingólfur er fæddur árið 1993 og leikur sem miðjumaður en hann kemur til liðs við Leiknis frá KH þar sem hann lék í sumar og var með allra bestu leikmönnum 3.deildarinnar.

Ingólfur hefur leikið 62 leiki í Inkasso-deildini með Víking, Gróttu, Þrótt og Fram en einnig hefur hann leikið 16 leiki í efstu deild með Val og KR. Einnig á hann að baki 15 yngri landsleiki fyrir Ísland.

Við bjóðum Ingólf hjartanlega velkomin í Leikni og við hlökkum svo sannarlega til þess að sjá hann leika listir sínar í Leiknistreyjunni.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*