Inkasso-deildinn hefst á morgun

Leiknismenn hefja leik í Inkasso-deildinni á morgun þegar þeir heimsækja Skagamenn í Akraneshöllina.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Norðurálsvellinum, sem er heimavöllur Skagamanna alla jafna. Veðurspá síðustu daga hefur hinsvegar ekki verið góð og auk þess hefur völlurinn ekki náð fullum styrk.

Skagamenn

Skagamenn leika undir stjórn nýs þjálfara í sumar en Jóhannes Karl Guðjónsson tók við liðinu eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni. Jóhannes og lærisveinar hans hafa náð ágætum árangri í vetur. Skagamenn hafa unnið sex af ellefu leikjum sínum en þeir hafa aðeins tapað gegn Pepsi-deildarliðum að undan skyldum Njarðvíkingum. Skagamenn unnu Selfyssinga 4-1 í seinasta leik sínum og koma því á fljúganda siglingu inn í leikin gegn Leiknismönnum.

 

Leiknismenn

Okkar menn koma inn í mótið með töluvert breytt lið og hafa nokkrir lykilleikmenn seinstu ára horfið á braut. Leiknismenn hafa oft náð betri úrslitum heldur en í vetur, þrír sigrar í ellefu leikjum er uppskera vetrarins. Leiknisliðið er að slípast saman eftir erfiðan vetur og sýndi flotta frammistöðu gegn sterku Blikaliði í Bikarviðureign sem þó tapaðist. Nýir liðsmenn eins og Sólon Breki Leifsson og  heimamenn eins og Vuk Oskar Djimitrevic hafa hleypt ferskum vindum inn í Leiknisliðið og lofa góðu fyrir sumarið ásamt fleirum.

 

Fyrri viðureignir 

Leiknir og ÍA mættust fyrst í Bikarkeppni KSÍ árið 1994 en sá leikur fór 3-1 Skagamönnum í vil. Frammstaða Jósef Kims Hreinssonar stendur þó upp úr í þeim leik, en hann tók Ólaf Þórðarson einn besta leikmann Skagamanna gjörsamlega úr umferð.
Eftir erfiða fæðingu höfðu Leiknismenn ágæt tök á Skagamönnum en Skagamenn tókst aðeins að vinna eina viðureign fram til ársins 2014, en þá unnu þeir reyndar fjórar í röð. Seinustu viðureign liðana lauk þó með 2-1 sigri Leiknismann en sá leikur fór fram í fyrra í bikarnum.

 

Við hvetjum Leiknisfólk eindregið til að leggja leið sína upp á Skaga á laugardaginn og hvetja okkar menn til dáða gegn sterkur liði Skagamanna. Leikurinn hefstu klukkan 14:oo í Akraneshöllinni.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*