Ís og snjór á Leiknisvelli

Klakabrynja þakti Leiknisvöllinn á mánudagsmorgun þegar iðkendur félagsins mættu til æfinga.

Þjálfarar, leikmenn og aðstandendur félagsins tóku því upp á því að ryðja völlinn svo eitthvað væri hægt að æfa á vellinum.

4.flokkur drengja lét ekki sitt eftir liggja og ruddu völlinn eins og óðir menn á æfingu í gærkvöldi með góðum árangri.

Aðstoðarþjálfari flokksins og áhugaljósmyndarinn Eyþór Atli smellti af nokkrum myndum af snjómokstrinum.

Frábært framtak hjá flokknum og eiga þeir og þjálfarar þeirra hrós skilið.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*