Ísak Atli í Leikni

Fjölnismaðurinn Ísak Atli Kristjánsson er genginn í raðir Leiknis á láni frá Fjölnismönnum. Hann mun því leika með Leiknisliðinu í sumar í Inkasso-deildinni.

Ísak er fæddur árið 1999 og leikur í stöðu hægri bakvarðar. Hann hefur leikið einn leik með Fjölni í Borgunarbikarnum en hann hefur einnig verið hluti af meistaraflokks liði Fjölnis á undirbúnigstímabilinu undanfarinn ár.

Ísak á að baki 22 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur hann skorað í þeim tvö mörk. Hann var hluti af sterku liði Íslands sem náði góðum árangri á Ólympíuleikum æskunnar árið 2015.

Við bjóðum Ísak innilega velkominn í Leikni og óskum honum góðs gengis á vellinum í sumar.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*