Jafntefli gegn Fjölni

2. flokkur Leiknis mættu Fjölni i 4.umferð Reykjavíkurmótsins á sunnudaginn.

Leiknismenn reiddu fyrstir til höggs eftir um fimm mínútna leik þegar Daníel Finns vann boltan af varnarmanni Fjölnis á miðjum vellinum, Daníel var fljótur að átta sig á aðstæðum og setti boltan þarnæst yfir markmann Fjölnis og í markið, frábært mark.

Eftir mark Daníels fóru Leiknismenn í skotgrafirnar og vörðust með kjafti og klóm og báru tilraunir Fjölnismanna til koma höggi á Leiknismenn ekki ávöxt í fyrri hálfleik.

Leiknismenn héltu ekki nægilega vel í boltan sem varð til þess að Fjölnismenn sóttu hart að okkar mönnum. Loks náðu Fjölnismenn að brjóta Leiknismenn á bak aftur og skorðu tvö mörk með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleik.

Leiknismenn ætluðu sér þó ekki tómhentir heim og pressuðu Fjölnismenn stíft það sem eftir lifði leiks.

Þegar skammt var til leiksloka fengu Leiknismenn aukaspyrnu í fyrir framan vítateig Fjölnis. Téður Daníel Finns tók spyrnuna, hann spyrnti boltanum að marki þar sem boltin barst til Emils Arnar sem skoraði 2-2.

Ekki var nægur tími á klukkunni fyrir annað mark og 2-2 því lokatölur.  Mörk Leiknis má sjá hér að neðan á mínutum 05:00 og 1:33:44

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*