Jafntefli gegn KR

Strákarnir í 3.flokki Leiknis léku í gær sinn níunda leik í Reykjavíkurmótinu þegar liðið mætti KR á Leiknisvellinum.

KR-ingar voru meira með boltan framan af fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum að brjóta sér leið í gegnum sterka vörn Leiknismanna. KR-ingar reiddu þó fyrstir til höggs þegar þeir komust yfir um tuttugu mínútna leik.

Eftir það voru Leiknismenn líklegri til að skora, þó svo að KR-ingar væru meira með knöttinn. Vuk Oskar Djimitrivic var arkítektin á bakvið flestar sóknir Leiknis en hann var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í gær.

Leiknismenn komu með vind í seglum sínum út í seinni hálfleikin og réru að marki KR-inga. Þeir fiska sem róa segir sagan og á fimmtugustu mínútu skoraði Andi Morina eftir frá sendingu inn fyrir vörn KR frá Marko Zivkovic.

Leiknismenn héltu áfram að hamra járnið meðan það var heitt. Stuttu eftir fyrra mark Leiknis hamraði Brynjar Þór boltan í mark KR með glæsilegri kollspyrnu og Leiknismenn þar með komnir yfir.

KR-ingar létu þó forustu Leiknismann ekki slá sig útaf laginu því þeir jöfnuðu leikin skömmu síðar eftir darraðardans í teig Leiknis.

Um tíu mínútum fyrir leikslok tókst síðan KR-ingum að komast yfir og útlitið ekki gott fyrir okkar menn. Leiknispiltar gáfu þó ekki upp öndina því þegar skammt var til leiksloka jöfnuðu okkar menn leikinn. Þar var á ferðinni Róbert Vattnes Mbah sem fylgdi eftir frákasti frá aukaspyrnu Sebastian Juarez.

Flott frammistaða hjá okkar mönnum í mjög skemmtilegum knattspyrnuleik. Hér að neðan má sjá mörk Leiknismanna úr leiknum í gær.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*