Jafntefli gegn Stjörnunni

Leiknismenn mættu Stjörnumönnum á föstudaginn í lokaleik sínum í Lengjubikaranum. Fyrir leikinn voru Leiknismenn með þrjú stig stigi á eftir Stjörnumönnum sem voru með fjögur.

Leiknismenn byrjuðu leikinn frábærlega en eftir einungis mínútu leik spændi Vuk Oskar vörn Stjörnumanna í sig og skoraði kom Leiknismönnum í 1-0. Stjörnumenn sýndu þó styrk sinn í fyrri hálfleik og fóru með 2-1 forystu inn í seinni hálfleikinn eftir fjörugan seinni hálfleik.

Seinni hálfleikur var ekki síður fjörugur en Leiknismenn bitu frá sér og jöfnuðu eftir um stundarfjórðung þegar Ingólfur Sigurðsson skoraði með hnitmiðuðu skoti. Stjörnumenn komust yfir enn á ný þegar Hilmar Árni jafnaði eftir darrðardans fyrir framan mark Leiknismanni.

Leiknismenn voru þvó ekki dottnir af baki og reyndu hvað þeir gátu að jafna. Það bar árangur þegar örfáar mínútur voru eftir leiks þegar Sævar Atli prjónaði sig í gegnum vörn Stjörnumanna og skorðaði af harðfylgi. 3-3 lokatölur í fjörugum leik.

Hvorugt liðið fer áfram í undanúrslit Lengjubikarsins það verða því æfingaleikir sem bíða Leiknismanna áður en þeir mæta Fjölni í mjólkubikarnum 17.apríl.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*