Jafntefli gegn Þórsurum

Leiknismenn léku sinn annan leik í Lengjubikarnum um helgina þegar þeir mættu Þórsurum í Egilshöllinni.

Norðanmenn eru með sterkt lið sem spáð er góðu gengi í sumar  og höfðu byrjað mótið vel en þeir unnu stórsigur á Magna Grenivík í fyrstu umferð meðan Leiknismenn töpuðu gegn Skagamönnum á Akranesi.

Þórsarar reiddu fyrsti til höggs í Egilshöllinni á laugardaginn en brást bogalistin fyrir framan markið. Það voru því Leiknismenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Vuk Oskar var feldur innan teigs eftir flottan einleik og dæmd var vítaspyrna. Sævar Atli skoraði af öryggi af punktinum og kom Leiknismönnum yfir.

Staðan var því 1-0 fyrir Leiknismönnum í hálfleik en það lifði skammt því Þórsarar jöfnuðu snemma í seinni hálfleik með glæsilegu marki utan teigs. Báðum liðum gekk brösulega á seinasta þriðjung á laugardaginn þrátt fyrir ágætis tækifæri og opnanir og 1-1 því lokatölur í Egilshöllinni.

Leiknismenn komnir á blað í Lengjubikarnum og mæta Grindvíkingum næsta laugardag í Egilshöllinni.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*