Jafntefli gegn Víking

2.flokkur Leiknis mætti Víkingum í Reykjavíkurmótinu í gær. En leikið var í Víkinni.

Okkar menn byrjuðu betur og komust yfir eftir aðeins mínútu leik. Þar var á ferðinni Patryick Hryiniwicki sem skoraði eftir mikið harðfylgi.

Leiknismenn héltu áfram að leika vel en varð á í messunni þegar Víkingar skoruðu eftir fast leikatriði. Patryick tókst að koma Leikni aftur yfir stuttu síðar en var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Við það vöknuðu Víkingar og skelltu tveimur mörkum í grímuna á okkar mönnum og því Leiknismenn tveimur mörkum undir í hálfleik.

Leiknismenn lögðu ekki árar í bát og voru snöggir að svara með marki þegar flautað var til seinni hálfleiks. Þar var á ferðinni Patriyck sem skoraði eftir flotta sókn Leiknismanna.

Leiknismenn hömruðu heitt járnið og stuttu síðar var staðan orðinn 3-3 þegar Marko Zikovic jafnaði leikinn eftir frábæra sókn Leiknisliðsins.

Okkar menn voru ekki hættir og þegar skammt var til leiksloka fengu Leiknismenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Víkings. Sævar Atli tók spyrnuna og sparkaði boltanum glæsilega í mark Víkings 4-3.

Víkingar vildu ekki fara tómhentir heim og tókst að jafna leikin á lokasekúndum leiksins með marki úr föstu leikatriði.

4-4 því lokatölur í skemmtilegum knattspyrnuleik og voru okkar menn grátlega nálægt því að fara heim með stigin þrjú.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*