Jafntelfli við Valsmenn

Leiknismenn mættu Valsmönnum á sunnudaginn í þriðja leik sínum í Reykjavíkurmótinu.

Bæði lið voru með þrjú stig eftir fyrstu leiki sína en Leiknismenn með betri markatölu eftir stórsigur á ÍR 5-0.

Valsmenn stjórnuðu leiknum en Leiknismenn vörðust vel og voru vel skipulagðir í sínum aðgerðum. Markaslaust var eftir fyrri hálfleik en í seinni hálfleik komust Valsmenn yfir þegar landsliðsbakvörðurinn Birkir Már skoraði með skalla eftir fast leikatriði.

Þegar skammt var eftir af leiknum greip Ingólfur Sigurðsson til sinna ráða og skaut að marki Valsmanna og skoraði stórglæsilegt mark og jafnaði leikinn.

Valsmenn fengu líflínu á seinustu sekúndum leiksins þegar dómari leiksins dæmdi í vítaspyrnu á Leiknismenn. Markvörður Leiknismanna, fyrirliðin Eyjólfur Tómasson greip til sinna ráða og varði spyrnuna. Þar við sat og jafntefli staðreynd.

Leiknismenn geta tryggt sér sæti í undanúrslitum á laugardaginn með sigri á Víkingum.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*