KB áfram í bikarnum

KB er komið í 2. umferð Mjólkurbikarsins eftir 2-1 sigur gegn Snæfelli á Leiknisvelli í gær. KB mun mæta Ægi frá Þorlákshöfn í næstu umferð, leikurinn verður á fimmtudag (Skírdag) klukkan 14:00 á Leiknisvelli.

Sigur KB í gær kom mörgum á óvart en samkvæmt veðmálafeninu voru sigurlíkur liðsins taldar frekar litlar.

Pravin Gurung og Eiður Bragi Benediktsson skoruðu mörk KB í gær en staðan í háfleik var 1-1. Eiður skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.

Þess má geta að KB hefur leik í 4. deildinni þann 18. maí. Liðið leikur í B-riðli ásamt Hvíta Riddaranum, Afríku, Úlfunum, KM, ÍH, Kormáki/Hvöt og Snæfelli.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*