KB með öflugan sigur í afmælisleik Fuego

Leiknisljónið mikla Aron Fuego Daníelsson átti afmæli í gær, miðvikudaginn 12. júní. Hann hélt upp á daginn með því að taka þátt í sigri KB gegn ÍH í 4. deildinni. Fuego fékk mjög gott tækifæri til að skora í leiknum en brást bogalistin.

Það kom ekki að sök því KB vann 2-0 sigur á Leiknisvellinum. Aakash Gurung og Kjartan Andri Baldvinsson skoruðu mörkin í hörkuskemmtilegum og vel dæmdum fótboltaleik.

Hér má sjá skýrsluna úr leiknum

Leikur KB í umferðinni á undan fór ekki vel, 3-0 tap gegn Hvíta Riddanum í Mosfellsbæ. KB er með þrjá sigra eftir fimm leiki í B-riðli 4. deildarinnar. Næsti leikur KB er gegn Úlfunum í Safamýri, næsta miðvikudag.

Næstu leikir KB:
Mið 19. júní 20:00 Úlfarnir – KB
Mið 26. júní 20:00 KB – Afríka
Lau 6. júlí 16:00 Kormákur/Hvöt – KB
Föst 12. júlí 20:00 Snæfell – KB
Mið 17. júlí 20:00 KB – KM


Staðan í riðlinum:
1. Hvíti Riddarinn 12 stig
2. Snæfell 10
3. Úlfarnir 9
4. KB 9
5. Kormákur/Hvöt 7
6. ÍH 3
7. KM 3
8. Afríka 0

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*