Knattspyrnuskóli Leiknis og Dominos

Knattspyrnuskóli Leiknis og Dominos er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5–12 ára. Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar í bland við leiki, skemmtun og fjör. Fastir liðir eins og fótboltagolf, HM-keppni, maður námskeiðsins, sundferðir og skemmtiferðir verða á sínum stað. Í lok hvers námskeiðs er Domino´s pizzaveisla og verðlaunaafhending. Leikmenn meistaraflokks og fleiri fótboltastjörnur munu mæta og heilsa upp á krakkana.

Hvert námskeið stendur í tvær vikur, alla virka morgna frá 9.00–12.00. Boðið er upp á gæslu frá 8.00–9.00 án endurgjalds. Námskeiðin fara fram á íþróttasvæði Leiknis.

Námskeiðin í sumar eru sem hér segir:

Námskeið 1: 11.júní- 21.júní *8000.kr (átta daga námskeið)

Námskeið 2: 24.júní-5.júlí

Námskeið 3: 8.júlí-19.júlí

Námskeið 4: 22.júlí- 1.ágúst

Námskeið 5: 6.ágúst – 17.ágúst

Skráning fer fram á fyrsta degi hvers námskeiðs á Leiknisvelli eða á netfanginu gjaldkeri@leiknir.com. Nánari upplýsingar gefur Örn Þór í síma 862-2921 eða á skrifstofu s.557-8010.

Þátttökugjald er aðeins 10.000 kr. fyrir heilt námskeið (Tvær vikur) Hægt er að skrá á staka viku en þar kostar fyrri vikan 5000 kr. og seinni vikan 6000 kr. og ganga skal frá greiðslu við upphaf hvers námskeiðs. Veittur er 25% systkinaafsláttur.