Knattspyrnuskóli Leiknis og Dominos

Knattspyrnuskóli Leiknis og Dominos: Knattspyrnuskóli-18

Knattspyrnuskóli Leiknis hefur lengi verið fastur liður í sumri Leiknismanna og hafa flest allir félagsmenn komið að skólanum með einum eða öðrum hætti.

Knattspyrnuskóli Leiknis er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5-12 ára. Á námskeiðunum er farið yfir helstu grunnþætti knattspyrnunar í bland við leiki og skemmtun.

Fastir liðir eins og maður námskeiðsins, tæknimeistarinn, HM-keppni og fleira verða að sjálfsögðu á sínum stað.

Fyrsta námskeiðið hefst 11.júní. Hvert námskeið mun kosta 10.000 kr og er frá 09:00 – 13:00 í tvær vikur í senn. Öllum námskeiðum er slúttað með glæsilegri Pizza-veislu frá Dominos og verðlaunaafhendingu.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér: Knattspyrnuskóli-18