Aðalfundur Íþróttafélagsins Leiknis R. verður haldinn í Leiknisheimilinu, Austurbergi 1, fimmtudaginn 12. apríl n.k. kl. 20:30.
Einn af dagskráliðum fundarins er kosning í aðalstjórn félagsins. Óskar félagið eftir framboðum frá metnaðarsömum aðilum sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til starfa í stjórn félagins.
Aðalstjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda og mótar starfsemina í aðalatriðum. Aðalstjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum: formanni, gjaldkera, ritara og tveim meðstjórnendum. Stjórnarmenn skipta sjálfir með sér störfum innan stjórnarinnar nema hvað formaður félagsins skal kjörinn sérstaklega.