Kristófer Sigurgeirsson nýr þjálfari Leiknis

Leiknir Reykjavík og Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Kristófer verði næsti þjálfari Leiknis og hann stýrir því liðinu á komandi leiktíð.

Kristófer hefur starfað undanfarin tvö ár sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Hann var að auki yfirþjálfari þess ágæta félags á síðustu leiktíð. Kristófer hefur þess utan þjálfað m.a hjá Fjölni, HK og Reyni Sandgerði.

Kristófer var sjálfur virkilega frambærilegur spilari og lék tvo leiki fyrir Íslenska landsliðið árið 1994. Hann lék erlendis bæði í Svíþjóð og Grikklandi ásamt því að leika í efstudeild með bæði Breiðablik og Fram.

Leiknismenn hlakka til samstarfsins og vænta mikils af störfum Kristófers sem þjálfara Leiknis á komandi misserum. Við bjóðum Kristófer virkilega velkomin í Leikni og efra-Breiðholtið.

Áfram Leiknir !

Höfundur:

Yfir-þjálfari

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*