Landsliðstreyja Hilmars Árna boðin upp á Gleðikvöldi Leiknis

Hilmar Árni Halldórsson fyrrum leikmaður Leiknis lék á dögunum sína fyrstu landsleiki fyrir A-landsliðs Íslands í Indónesíu.

Hilmar hefur verið svo vænn að gefa okkur Leiknismönnum eina af þessum treyjum og verður hún boðin upp á Gleðikvöldi Leiknis á föstudaginn og er hún árituð af Hilmari.

Gleðikvöld Leiknis verður haldið hátíðlegt á föstudaginn í tilefni af 45 ára afmæli félagsins og er enn hægt að tryggja sér miða á leiknir@leiknir.com en miðaverð er 4900kr.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*