Landsliðsvika hjá Vuk

Nú stendur yfir æfingavika hjá U19 landsliði Íslands en Vuk Oskar Dimitrijevic, leikmaður Leiknis, var valinn til æfinga af Þorvaldi Örlygssyni landsliðsþjálfara.

Vuk þarf ekki að kynna fyrir Leiknisfólki því hann hefur verið í stóru hlutverki hjá meistaraflokki okkar undanfarin tvö tímabil. Í sumar hefur hann skorað 4 mörk í 18 leikjum í Inkasso-deildinni.

Á heimasvæði Leiknis á Facebook má sjá myndir af Vuk á landsliðsæfingu.

Vegna þessara landsliðsæfinga verður Vuk ekki með í leiknum gegn Keflavík í Inkasso-deildinni.

Fleiri Leiknismenn eru í landsliðsverkefnum þessa dagana en við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að kíkja á Ísland leika gegn Moldóvu á laugardaginn í undankeppni EM. Þar verða Freyr Alexandersson og Hannes Þór Halldórsson í eldlínunni.

Áfram Leiknir og áfram Ísland!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*