Laugardagsleikur gegn Þór – Upphitun frá 14 í Leiknisheimilinu

Föstudagsþemanu er lokið. Leiknir leikur gegn Þór Akureyri á laugardaginn í 7. umferð Inkasso-deildar karla.

14:00 Leiknisljónaupphitun í félagsheimilinu. Gísli Þorkelsson verður við barinn og tekur öllum gestum opnum örmum. Endilega hvetjið vini og vandamenn til að mæta tímanlega.

16:00 Leikur Leiknis og Þórs hefst á Leiknisvellinum.

Viðburðurinn á Facebook

Leiknisliðið er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar og má búast við baráttuleik gegn öflugu liði Þórs sem þjálfað er af Gregg Ryder. Þór er í öðru sæti deildarinnar þegar þessi orð eru skrifuð.

Liðin hafa mæst 33 sinnum í KSÍ mótum og þar hefur Þór öfluga stöðu. Akureyrarliðið hefur unnið 55% af þeim viðureignum en Leiknir 15%. Þeir einstaklingar sem eru öflugir í stærðfræði gera sér grein fyrir því að 30% leikja hafa því endað með jafntefli.

Leikir Leiknis út júlí:
Lau 15. júní 16:00 Leiknir – Þór
Fim 20. júní 19:15 Haukar – Leiknir
Fim 27. júní 19:15 Keflavík – Leiknir
Fim 4. júlí 19:15 Leiknir – Fjölnir
Fim 11. júlí 19:15 Fram – Leiknir
Þrið 16. júlí 19:15 Leiknir – Afturelding
Lau 20. júlí 16:00 Magni – Leiknir
Fim 25. júlí 19:15 Njarðvík – Leiknir
Þrið 30. júlí 19:15 Leiknir – Grótta

Mynd með frétt: Fótbolti.net – Bára Dröfn Kristinsdóttir

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*